20.12.1949
Neðri deild: 20. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1130 í B-deild Alþingistíðinda. (1617)

77. mál, bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði

Finnur Jónsson:

Ég tel það alveg rétt hjá hv. þm. V-Húnv., að það sé til mikils skaða að geta ekki afgr. fjárlög fyrir áramót. Hins vegar hefur Framsfl., með því að framkalla kosningar á þeim tíma sem hann gerði, komið alveg í veg fyrir, að hægt væri að gera þetta á þessu ári. Ég sé hins vegar, að frestur sá, sem veittur er í þessu efni í brtt. hv. þm. V-Húnv., breytir ekki því, að hægt verði að koma fjárl. til afgreiðslu á réttum tíma. Ég tel þá brtt. því endileysu, og segi nei.