19.12.1949
Neðri deild: 17. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1138 í B-deild Alþingistíðinda. (1639)

76. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Atvmrh. (Jóhann Jósefsson):

Ég vil aðeins taka það fram, að ég var ekki að halda því fram að söluskatturinn upphaflega hafi verið sérstaklega ætlaður til þess að standa við dýrtíðargreiðslur innanlands, en ég hendi hv. 1. þm. S-M. á þá einföldu staðreynd, að í fjárlfrv:, sem ég lagði fram, er gert ráð fyrir 331/2 millj. kr. til niðurgreiðslu á þessum vörum hér innanlands, til þess að halda niðri verðlagi, og lítið eitt hærri upphæð sett tekjumegin, sem kallað er söluskattur. Mín meining var, að söluskatturinn héldist, og virtist ekki mundu af því veita, ef halda ætti áfram að verja fé til niðurgreiðslu innanlands, og ég held, að hvorki hv. 1. þm. S-M. né ég komist hjá því að drag.a af þessu þá ályktun, að ef á að halda þessum útgjaldalið, þá verði annað tveggja söluskatturinn eða þá nýr tekjuliður að koma tekjumegin til þess að standast þau útgjöld.