20.12.1949
Neðri deild: 19. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1142 í B-deild Alþingistíðinda. (1650)

76. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Kristín Sigurðardóttir:

Herra forseti. Till. á þskj. 150 er bein afleiðing af frv., sem flutt var hér um að fella niður f-lið 30. gr. l. um dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna, sem fjallar um skatt af heimilisvélum. Mál þetta er áhugamál allra húsmæðra; ég vildi því ekki eiga neitt á hættu, ef brtt. hv. 2. þm. Reykv. yrði felld, því að þar eru allir liðirnir d., e. og f. saman. Ég kem því með þessa brtt., ef hv. þm. gætu frekar fallizt á að fella niður þennan eina lið heldur en alla þrjá liðina. Ég er þó ekki á móti hinum till., en vil mæla með minni till. og vona, að hún verði samþ.