20.12.1949
Neðri deild: 19. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1142 í B-deild Alþingistíðinda. (1653)

76. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Jóhann Hafstein:

Herra forseti. Ég vil í tilefni af ræðu hv. 1. þm. S-M. gera grein fyrir afstöðu minni til þessa máls. Þegar málið var til umr. í fjhn., komu engar till. til breytinga fram frá einstökum nefndarmönnum. Það má segja, að þetta muni ekki miklu, þar sem aðeins er um bráðabirgðaframlengingu að ræða. Ég er annar flm. þessarar till., og stafar það af því, að ég er þeirrar skoðunar, að skattur þessi verði aldrei framtíðartekjulind, og munu menn þegar hafa fengið þá reynslu af honum. Þá hef ég einnig síðan málið lá fyrir fjhn. kynnt mér sérstaklega afstöðu bílstjóra hér til þessa máls, og hafa vörubílstjórar gert ályktun varðandi þetta atriði og gert grein fyrir erfiðleikum sinum. Þar sem auk þess er vitað um, að innan þessarar stéttar er nú litið um atvinnu, þá hef ég gerzt meðflm. að þessari till.