20.12.1949
Neðri deild: 19. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1143 í B-deild Alþingistíðinda. (1654)

76. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins lýsa ánægju minni yfir því, að hv. þm. Sjálfstfl. hafa séð nauðsyn þess að breyta frv. þessu, sem fjmrh. flokksins hefur beðið fjhn. að flytja. Það er gott að fá þessar till., en mér þykir leitt, að e-liðurinn skuli ekki hafa verið tekinn með líka frá mér. Ég mun því verða með d- og f-lið og skil ekki í, að Sjálfstfl. verði á móti e-lið, þar sem hann hefur tekið hinum svo vel. Hv. 1. þm. S-M. virtist vera mjög undrandi yfir þessum till. og að meginþorri þingfl. sjálfstæðismanna skuli vera á móti fjármálastj. hæstv. fjmrh., en aftur á móti stendur Framsfl. með honum, og eru því engin undur, þó að hv. 1. þm. S–M. sé hátíðlegur. Ég vona svo að lokum, að e-liðurinn verði tekinn með hinum liðunum.