16.01.1950
Neðri deild: 30. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1162 í B-deild Alþingistíðinda. (1719)

9. mál, einkasala á tóbaki

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Forstöðumaður Tóbakseinkasölunnar átti tal um þetta við fjmrn., áður en hann sendi álit sitt til fjhn., og varð það að samkomulagi milli hans og fjmrn., að sanngjarnt væri, að þessi breyt. kæmist á. Ég fyrir mitt leyti tel það eðlilegt, að verð á tóbaksvörum sé það sama um allt land, og úr því að lagabreyt. þarf að verða í sambandi við þetta, þá sé ég ekki annað en að það geti alveg eins náðst með því að láta þetta frv. koma til framkvæmda, í stað þess að gera þá breyt., sem forstjórinn leggur til, að gerð verði.