31.01.1950
Efri deild: 43. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1165 í B-deild Alþingistíðinda. (1747)

101. mál, bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Þegar ljóst varð, að fjárl. yrðu eigi afgreidd fyrir áramót, þá flutti ég frv. til l. um sérstaka heimild, þá er l. nr. 114 1949 sýna. En þessi heimild átti eingöngu að gilda til 1. febr., og í dag er því hinn síðasti dagur, áður en l. falla úr gildi. Er því full nauðsyn á, að þetta frv. fái nú afgreiðslu úr Ed. í dag, og vænti ég þess, að þessi hv. d. geti fallizt á, að frv. gangi í gegnum d., án þess að því verði vísað til n.