15.12.1949
Neðri deild: 13. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 25 í B-deild Alþingistíðinda. (180)

50. mál, tekjuskattsviðauki 1950

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Fjhn. hefur afgr. nokkur mál, sem aðallega eru framlenging á gildandi l. Þar er fyrst um að ræða þetta fyrsta mál á dagskrá, sem er frv. til l. um tekjuskattsviðauka árið 1950. Þá er næst annað mál á dagskránni, sem er frv. til l. um heimild fyrir ríkisstj. til að innheimta ýmis gjöld 1950 með viðauka. Þá er fimmta mál á dagskránni, sem er frv. til l. um breyt. á l. nr. 85 15. des. 1948, um aðstoð til síldarútvegsmanna, er síldveiðar stunduðu 1948. Enn fremur sjöunda mál á dagskrá, sem er frv. til l. um heimild fyrir ríkisstj. að ábyrgjast allt að 2.250.000 króna lán til útgerðarmanna, sem stunda síldveiðar á þessu sumri. Þessi fjögur mál eru ýmist staðfesting á brbl. eða framlenging, sem n. er sammála um að mæla með, og vil ég mælast til þess við hæstv. forseta, að hann láti þetta gilda sem framsögu af n. hálfu um öll málin.