20.02.1950
Efri deild: 58. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1187 í B-deild Alþingistíðinda. (1839)

88. mál, Bjargráðasjóður Íslands

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Hv. frsm. landbn. tjáði hv. d., að n. hefði ekki séð sér fært að setja sérákvæði um séreignarsjóði sýslu- eða bæjarfélaga. Mér er það ljóst, að eftir að málið er komið í það horf, sem það nú er komið í, og sjóðurinn fær nokkru meira fé til umráða, þá kunna að koma kröfur um það síðar meir. Reynslan mun sýna, að það kunni að verða þörf á því seinna. Ég sé ekki ástæðu til að tefja framgang málsins, þó að þessi breyting sé ekki tekin með nú. Ég hef einnig getað fallizt á þær brtt., sem fram eru komnar og gerðar eru í samráði við mig, og ég lýsi mig fylgjandi frv.