22.02.1950
Neðri deild: 50. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1191 í B-deild Alþingistíðinda. (1847)

88. mál, Bjargráðasjóður Íslands

Frsm. (Steingrímur Steinþórsson):

Herra forseti. Frv. er nú komið frá Ed., og hafa þar verið gerðar á því nokkrar breytingar. Flestar þeirra eru smávægilegar og tvær aðeins leiðréttingar á prentvillum. Segja má, að aðeins sé um eina efnisbreytingu að ræða, en það er breyt. á 10. gr., þar sem ákveðið er, að ef einstök sýslufélög nota sér heimild laganna til að leggja fram meira fé til bjargráðasjóðs viðkomandi héraðs, en tilskilið er, þá skuli ríkissjóður greiða hálft gjald þar á móti. Ég hygg, að landbrh. geti fyrir sitt leyti fallizt á þessa breytingu, en hinar aðrar fela aðeins í sér smávægilegar orðalagsbreyt., sem hvorki gerir til né frá um, og leggur n. til, að frv. verði samþ. óbreytt.