25.02.1950
Neðri deild: 52. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1192 í B-deild Alþingistíðinda. (1854)

119. mál, bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Það er rétt hjá hæstv. fjmrh., að óhjákvæmilegt er að framlengja þessar greiðsluheimildir, vegna þess að enn hafa ekki verið afgr. fjárl. fyrir yfirstandandi ár. En ég vil leyfa mér að leggja fram skriflega brtt. við þetta frv., að efni til um það, að heimildin gildi til 1. apríl, en ekki til 1. maí, eins og stendur í frv. Ég tel, að Alþ. eigi að setja sér það takmark að reyna að ljúka afgreiðslu fjárlagafrv. fyrir 1. apríl. Vil ég svo óska þess, að hæstv. forseti taki þessa brtt. mína til meðferðar.