30.03.1950
Efri deild: 84. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1195 í B-deild Alþingistíðinda. (1883)

136. mál, bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði

Haraldur Guðmundsson:

Forseti. Ég geri ráð fyrir, að eins og málum er komið sé óhjákvæmilegt að samþ. þá framlengingu á heimild til bráðabirgðafjárgreiðslna úr ríkissjóði, sem hér er farið fram á. Ég get líka eftir atvikum fallizt á þá tilhögun, að málið gangi ekki til n., enda er ekki líklegt, að það hafi neina þýðingu, því að hæstv. stj. hefur það á sínu valdi, að ekki verði gerðar breytingar á frv.