17.04.1950
Neðri deild: 84. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1264 í B-deild Alþingistíðinda. (1976)

120. mál, ónæmisaðgerðir

Frsm. (Kristín Sigurðardóttir):

Herra forseti. Frv. þetta, sem hér liggur fyrir, er samið af landlækni og flutt í Ed. af félmn. eftir beiðni félmrh. Lög um þetta efni eru ófullkomin og að mörgu leyti úrelt, enda frá 1901, en að vísu nokkuð breytt 1912. Það þótti því mál til komið að endurskoða þau og bæta. Við 7. umr. í Nd. um málið kom fram sú skoðun, að ekki væri rétt að bæta svo miklu starfi á héraðslækna athugasemdalaust eins og frv. gerir ráð fyrir. Nefndin hefur því komið sér saman um að Leggja til, að frv. verði samþ. með eftirfarandi breytingu: „Við 3. gr. bætist: Þegar sérstaklega stendur á, er þó héraðslækni heimilt að fela ljósmóður eða hæfum bólusetjara að annast þessa kúabólusetningu í sínu umboði“.