31.03.1950
Neðri deild: 80. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1265 í B-deild Alþingistíðinda. (1986)

135. mál, dánarvottorð og dánarskýrslur

Frsm. (Páll Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. þetta á þskj. 500 er samið af landlækni og flutt af heilbr.- og félmn. að beiðni heilbrmrn. Í grg. frv. er þess getið, að l. um dánarskýrslur séu frá 1911, eða nær 40 ára gömul, og nauðsyn sé á að breyta þeim vegna breytinga, sem orðið hafa á þessum málum síðustu 40 árin. Auk þess er frv. nokkru fyllra hvað snertir dánarvottorð o.fl. heldur en l. frá 1911. Þá má geta þess, að í gildi hafa gengið nýjar alþjóðareglur um dánarskýrslur, sem Ísland hefur gerzt aðili að, og ber að haga sér eftir þeim frá og með 1. jan. n.k., og er þess vegna lögð áherzla á það, að málið nái fram að ganga á þessu þingi. — Nefndin mun svo athuga málið á milli 1. og 2. umr., og þar sem frv. er flutt af n., gerist ekki þörf að vísa því sérstaklega til n. með atkvgr.