19.12.1949
Efri deild: 17. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 28 í B-deild Alþingistíðinda. (209)

52. mál, gjaldaviðauki 1950

Frsm. (Lárus Jóhannesson):

Herra forseti. Fjhn. hefur athugað þetta frv., en þar eru færðar saman í eitt frv. eldri heimildir fyrir ríkisstj. til að innheimta ýmis gjöld með viðauka, og gilda þær heimildir árið 1949. Það er eins með þetta frv. og það mál, sem var hér til umræðu næst á undan, að n. álítur ekki hægt fyrir ríkið að sleppa þeim tekjustofnum, sem hér um ræðir, fyrir næsta ár. Hv. 1. landsk. var ekki á fundi, er n. afgreiddi þetta mál, en allir aðrir nm. leggja til, að frv. verði samþ. óbreytt.