04.05.1950
Efri deild: 100. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1334 í B-deild Alþingistíðinda. (2124)

112. mál, meðferð einkamála í héraði

Frsm. (Lárus Jóhannesson):

Herra forseti.

Mál þetta er um smávægilega breytingu á l. um meðferð einkamála í héraði. Það hefur komið í ljós, að það hefur valdið óþægindum að hafa orðið „skriflega“ í 11. og 15. tölul. 3. mgr. 5. gr. l., og því er lagt til, að það falli niður. Nefndin leggur til, að 3. gr. falli niður, og er það raunar eingöngu formsatriði, og hefur hæstiréttur mælt með brtt. n. Hæstiréttur bendir á, að þessi l. séu orðin 15 ára gömul og þurfi athugunar við, en nú er svo langt liðið á þing, að við sáum okkur ekki fært að gera frekari brtt. — Ég skal svo ekki hafa fleiri orð um þetta mál, sem á engan hátt er stórvægilegt.