21.04.1950
Efri deild: 91. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1363 í B-deild Alþingistíðinda. (2193)

106. mál, útsvör

Frsm. minni hl. (Lárus Jóhannesson) :

Herra forseti. Ég skal svara hv. 1. þm. Eyf. því, að ég er fús til þess að kalla saman nefndarfund út af þessu, en ég álít þetta það vandaverk, að koma með réttlátar reglur í þessum efnum, að ekki sé á færi neinnar þingnefndar. Í tilefni af orðum hv. þm. Barð. (GJ), að n. ætti að fara í gegnum þetta allt og koma með breytingar, einkum af því, að lögfræðingar séu í n., þá vil ég taka það fram, að þetta er ekki lögfræðilegt efni, heldur fjárhagslegt og skattalegt efni, sem n. hefur ekki yfirlit yfir. En ég skal kalla n. saman til frekari athugunar á málinu.