04.05.1950
Efri deild: 100. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1365 í B-deild Alþingistíðinda. (2207)

106. mál, útsvör

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég get nú ekki orðið sammála hæstv. dómsmrh. um þetta. Mér skilst það liggja í augum uppi, að þegar búið er að fella rökst. dagskrána um að skora á ríkisstj. að endurskoða lögin, þá verði felling frv. skoðuð af áhrifamönnum sem bending um það, að löggjöfin eigi að haldast áfram í sama formi og nú er. Ég hef barizt fyrir því s. l. þrjú ár að fá þessum lögum breytt, en hæstv. ráðh. á móti, og það er því ekkert nýtt, að við séum hvor á sínu máli um þetta.