13.05.1950
Neðri deild: 100. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1400 í B-deild Alþingistíðinda. (2272)

110. mál, sala nokkurra jarða í opinberri eigu

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Herra forseti. Landbn. hefur athugað þetta mál og fengið allar upplýsingar málsins og rætt við hv. flm. brtt. á þskj. 621, þm. Snæf. (SÁ), og að því loknu féllst hún einum rómi á að mæla með þessari brtt. hv. þm. og leggur til, að þessi makaskipti þarna á jörðum, sem brtt. á þskj. 621 er um, verði heimiluð, því að landbn. telur, að það hefði mjög mikil þægindi í för með sér fyrir alla aðila og ríkið líka, enda þótt það þyrfti að gefa eitthvað á milli. Leggur n. því til, að brtt. verði samþ.