15.12.1949
Efri deild: 15. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 31 í B-deild Alþingistíðinda. (231)

54. mál, gjald af innlendum tollvörutegundum

Forseti (BSt):

Ég skal taka fram, að ég boðaði þennan fund til þess að greiða fyrir því, að þessi tvö mál, sem bæði eru um framlengingar á gjöldum í ríkissjóð, sem annars falla úr gildi um áramótin, gætu orðið að lögum, áður en þingfrestun verður fyrir jólin. Hér er nú hluti af hæstv. ríkisstj. viðstaddur, og ef ósk kæmi um það frá hæstv. ríkisstj., að þessu máli yrði frestað og þetta tekið til nýrrar athugunar, þá mundi ég verða við því. — En þess virðist ekki vera óskað, og þá verður haldið áfram með afgreiðslu málsins.