03.03.1950
Efri deild: 68. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1479 í B-deild Alþingistíðinda. (2382)

103. mál, skógrækt

Forseti (BSt) :

Út af ábendingu hv. frsm. n., þá vil ég geta þess, að ég lít svo á, alveg tvímælalaust, að það sé prentvilla, að ekki stendur „1. gr.“ fyrir ofan efnisgreinina, sökum þess þá líka, að í frv., eins og það var áður en brtt. voru samþ., þá stóð „1. gr.“ á undan efnisgreininni, og það komu engar till. fram um að fella niður, að þarna skyldi standa „1. gr.“, og hefur sú niðurfelling því aldrei verið samþ. hér í hv. þd. Þetta má því tvímælalaust skoða sem prentvillu, ef enginn mælir því gegn. Annars vildi ég víkja þessu til hæstv. dómsmrh.