08.05.1950
Efri deild: 102. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1484 í B-deild Alþingistíðinda. (2409)

103. mál, skógrækt

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Það er nú ekki komið svo að þingslitum, að það trufli málið gersamlega, þótt n. athugi málið aftur, og því get ég lýst því yfir sem frsm. n. og vona, að ég tali einnig fyrir hönd hv. form., að n. mun athuga málið til morguns. En mér sýnist nú, að tveir lögfræðingar í hv. deild telji, að eldri lög geti haldið áfram að gilda þrátt fyrir þær breytingar, sem gerðar voru í Nd. En ef fallizt verður á brtt. hæstv. dómsmrh., þá koma snjóalög ekki til greina, en það er aftur á móti gagnstætt lögskýringu hæstv. landbrh. En ég hallast nú að þeirri skoðun, að þeir, sem eiga fé nálægt skóggirðingum, eigi að láta skógareiganda vita, ef snjóalög leggur að girðingum hans. Annars skilst mér, að bæði ákvæðin geti gilt hvort fyrir sig. — Ég ætla svo ekki að orðlengja þetta frekar, því að þetta verður athugað nánar í n. á morgun.