13.05.1950
Neðri deild: 100. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1486 í B-deild Alþingistíðinda. (2426)

103. mál, skógrækt

Frsm. (Ásmundur Sigurðsson):

Herra forseti. Þetta mál er komið aftur frá hv. Ed. og hefur tekið þar breytingum. Landbn. þessarar hv. d. hefur athugað frv. og álítur einróma, að breytingar þær, sem gerðar voru á frv. í hv. Ed., séu til að spilla málinu að verulegu leyti, þar sem kippt hefur verið í burtu þeim ákvörðunum, sem settar voru hér í d., sem hnigu að því að tryggja það, að samkomulag gæti orðið milli þeirra aðila, sem hér eiga andstæðra hagsmuna að gæta, þannig að síður komi til árekstra út af þeim atriðum, sem hér um ræðir. Þess vegna hefur landbn. öll verið sammála um að flytja þær brtt., sem hér eru á þskj. 727 og miða að því að koma frv. í sama horf og það var í, þegar það var samþ. hér í d. fyrir tiltölulega fáum dögum, og n. leggur einróma til, að þessar brtt. verði samþ.