20.01.1950
Neðri deild: 33. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1495 í B-deild Alþingistíðinda. (2461)

93. mál, jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir í sveitum

Flm. (Bjarni Ásgeirsson):

Herra forseti. Bara örfá orð út af því, sem hæstv. landbrh. sagði, að ég hefði getað tryggt þetta meðan ég var í ríkisstj. En það er ekki hægt, nema með lagabreytingu, og var þá eðlilegra að bíða þess, að Alþingi kæmi saman, en fara að gefa út brbl. um svo stórkostleg fjárframlög. Því lét ég málið bíða Alþingis, og dettur mér ekki annað í hug en hv. landbn. og Alþingi í heild hafi samráð við hæstv. ríkisstj. um afgreiðslu málsins.