28.04.1950
Neðri deild: 90. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1503 í B-deild Alþingistíðinda. (2478)

93. mál, jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir í sveitum

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Það verða örfá orð út af vífilengjum hv. landsk. þm., þess er síðast talaði. — Hann sagði, að verið hefðu vöflur á mér, og gaf í skyn, að óvíst væri, hversu mikið fé yrði veitt á næstu árum. Þetta er bara heilaspuni hjá hv. þm. Ég sagði, að óvíst væri um fjárveitinguna á þessu ári. Ég veit ekki, hvort hv. þm. veit það, en a. m. k. vita aðrir hv. fjvnm. það, að stj. mun leggja til, að 1 millj. verði veitt til þessara hluta á þessa árs fjárl., og það stendur, að þetta er aðeins rammi, og ákveðið verður í fjárl., hversu mikið skuli greiða í hvert sinn.