09.05.1950
Efri deild: 103. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 14 í C-deild Alþingistíðinda. (2579)

104. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Það hefur orðið að samkomulagi milli okkar flm. þessa frv., hæstv. landbrh. og mín, að lýsa því yfir, að við æskjum þess ekki, að málinu verði frekar haldið áfram í deildinni, enda er orðið áliðið þings og ekki líkur fyrir því, að það nái fram að ganga, og eru komnar fram þær brtt., sem tefja mundu framgang þess, og má telja eigendur þeirra ráðbana málsins. Það þarf ekki að orðlengja það, að úr því sem komið er, er það ósk okkar að draga það til baka, enda má segja, að skógræktarmenn muni lítið um þetta, og er réttara að taka það til athugunar frekar á öðrum grundvelli.