13.05.1950
Efri deild: 105. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 17 í C-deild Alþingistíðinda. (2597)

104. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Haraldur Guðmundsson:

Herra forseti. Ég er nú í sjálfu sér efnislega samþykkur þessari brtt. að því leyti, sem hún gengur í þá átt að hætta beinni samsköttun hjóna. En hins vegar tel ég óeðlilegt að láta þetta aðeins ná til þeirra hjóna, þar sem konan vinnur utan heimilisins, og þess vegna greiði ég ekki atkv. um brtt.

Brtt. 373 samþ. með 8:2 atkv.

— 607 felld með 7:4 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: HV, HG, StgrA, BrB.

nei: KK, PZ, RÞ, VH, BBen, GJ, BSt. EE greiddi ekki atkv.

5 þm. (HermJ, JJós, LJóh, ÞÞ, FRV) fjarstaddir.

2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkv. sínu: