20.05.1950
Efri deild: 105. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 17 í C-deild Alþingistíðinda. (2598)

104. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Þar sem búið er að samþ. fjárlög á þessu þingi, sem gera ráð fyrir ákveðnum tekjum af þessum skatti, og þar sem reiknað hefur verið út, að sá frádráttur, sem lagt var til að heimilaður yrði í frv., sem hv. 8. þm. Reykv. hefur flutt áður á þessu þingi, þar sem þó var lagt til, að hann væri lægri en þetta, mun nema allt að 30 millj. kr. í tekjurýrnun fyrir ríkissjóð, svo að þetta, sem hér er lagt til, mundi þá nema stærri upphæð; í öðru lagi hefur nú verið lagt fram frv., sem öll hæstv. ríkisstj. stendur að og verður því væntanlega samþ., sem fer í svipaða átt og þetta, og eftir því sem ég veit bezt, hefur hæstv. ríkisstj. haft um þetta frv. samráð við fjvn., svo fyrir því er ráð gert; — af þessum ástæðum sé ég mér ekki fært að samþ. þetta, þótt ég viðurkenni, að persónufrádrátturinn er of lágur. Ég segi nei.