13.05.1950
Neðri deild: 100. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 37 í C-deild Alþingistíðinda. (2634)

141. mál, verðjöfnun á benzíni

Finnur Jónsson:

Ég vildi aðeins í sambandi við hina rökst. dagskrá, sem ég er samþykkur eftir ástæðum, benda á, hvort ekki muni rétt að orða dagskrártill. ofurlítið öðruvísi. Eins og hv. þm. er kunnugt, þá er verðlagningin á þessum vörum nú í höndum fjárhagsráðs, og olíufélögin verða að sjálfsögðu að hlíta ákvæðum fjárhagsráðs um verðlagninguna. Ég hefði þess vegna haldið, að það mundi ná betur tilgangi, ef till. yrði orðuð á þá leið, að deildin beindi því til ríkisstj., að hún hlutaðist til um það við fjárhagsráð og olíufélögin, að þau hagi svo sölu á benzíni og hráolíu, að útsöluverð þessara vara verði sem jafnast hvarvetna í landinu. Ég vildi aðeins skjóta þessu til hv. frsm., hvort þetta hafi komið til umr. í n. Ég hefði haldið, að samþykkt í þessu máli næði betur tilgangi sínum á þann hátt.