13.05.1950
Neðri deild: 100. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 39 í C-deild Alþingistíðinda. (2639)

141. mál, verðjöfnun á benzíni

Finnur Jónsson:

Herra forseti. Ég vildi aðeins segja það, að sú brtt., sem ég vil gera, víkur í engu að því, að ganga eigi fram hjá ríkisstj. í framkvæmd þessarar verðjöfnunar. Hins vegar segi ég fyrir mitt leyti, að mér finnst þessi dagskrártill., eins og hún er orðuð, tæplega nógu tæmandi, af því að fjárhagsráð hefur verðlagninguna í sinni hendi og við megum ekki gera ráð fyrir neinum beinum samningum í þessu efni milli olíufélaganna og ríkisstjórnarinnar. Það er það, sem athuga þarf. Ég vil því leggja fram brtt. við þessa rökst. dagskrá, þannig, að d. beini því til ríkisstj., að hún hlutist til um við fjárhagsráð og olíufélögin, að þau hagi svo sölu á benzíni og hráolíu, að útsöluverð þessara vara verði sem jafnast hvarvetna á landinu.