13.05.1950
Neðri deild: 100. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 39 í C-deild Alþingistíðinda. (2640)

141. mál, verðjöfnun á benzíni

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég vildi fyrst þakka hv. frsm. allshn. fyrir þá yfirlýsingu, sem hann gaf um þá skoðun n. á þessari rökst. dagskrá, að hún þýddi að engu leyti neina heimild til hækkunar á verði á olíu og benzíni hér í Reykjavík. En út af þeim umr., sem hér hafa spunnizt um það, hvaða orðalag væri heppilegast á þessu, þá vil ég segja, að ég er í því samþykkur hv. frsm. allshn., að ég álit það vera óþarfa að nefna fjárhagsráð þarna í till. Hins vegar er ekki rétt það, sem hv. þm. Ísaf. benti á, að með till. óbreyttri sé verið að fyrirskipa ríkisstj. að ræða beint við olíufélögin. En ég held, að tilgangur dagskrártill. mundi nást með því, að þetta væri orðað þannig, að ríkisstj. hlutist til um, að olíufélögin hagi sölu á benzíni og hráolíu; o. s. frv. Ég held, að þetta yrði heppilegra orðalag.