15.05.1950
Neðri deild: 101. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 45 í C-deild Alþingistíðinda. (2663)

6. mál, öryggisráðstafanir á vinnustöðum

Emil Jónsson:

Herra forseti. Eins og kom fram við 2. umr., höfum við tveir nm. mælt með því, að frv. verði samþ. óbreytt. Hins vegar hafa tveir nm., hv. þm. Mýr. og hv. þm. Snæf., borið fram brtt. við frv. á þskj. 723, sem fela í sér nokkrar breyt., og hafa lagt það við, að þeir geti ekki fylgt frv., nema þessar breyt. verði samþ. Ég tel að vísu, að þessar breyt. dragi úr gildi frv. og geri það að sumu leyti lakara, en frekar en að stofna málinu í voða mun ég sitja hjá við atkvgr. Þar sem vitað er, að þessir hv. þm. eru fulltrúar meiri hl. þings og stjórnarflokkanna, vil ég ekki stofna málinu í hættu.