02.12.1949
Neðri deild: 7. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 108 í C-deild Alþingistíðinda. (2811)

35. mál, ræktunarlönd og byggingarlóðir í kaupstöðum

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Herra forseti. Þetta frv. hefur á tveimur-þremur síðustu þingum legið fyrir þessari hv. d. Á síðasta þingi var frv. komið gegnum tvær umr. með nokkrum breyt. Frv. var fyrst samið af mþn., sem fjallaði um þessi mál. Sú eina breyt., sem gerð hefur verið á því frá því, sem var, er, að tillit hefur verið tekið til breyt., er gerð var í hv. d. við 2. umr. á síðasta þingi. Þá var bætt við nýrri gr., 29. gr., sem mælir svo fyrir, að háan söluskatt skuli greiða af löndum og lóðum er renni í viðkomandi bæjar- eða sveitarsjóð. Bæði vegna þess, að vilji var fyrir því í hv. d. að gera þessa breyt. og að ég Er henni sammála, taldi ég rétt að taka breyt. inn. Ég þarf ekki að fjölyrða um þetta frekar, en legg til, að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. allshn.