08.05.1950
Neðri deild: 97. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 132 í C-deild Alþingistíðinda. (2859)

26. mál, utanríkisráðuneytið og fulltrúar þess erlendis

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. 26. mál þingsins er frv., sem liggur fyrir þessari hv. d., um utanríkisráðuneyti Íslands og fulltrúa þess erlendis. Ég er flm. þess ásamt hv. 1. þm. Rang. Það er nokkuð langt liðið síðan frv. var hér til 2. umr., og var þá umr. lokið, en atkvgr. frestað. Síðan hefur málið ekki verið tekið á dagskrá. Ég vildi fara fram á það við hæstv. forseta, að hann tæki málið á dagskrá næsta fundar, þannig að þá gæti farið fram atkvgr. um það.