10.01.1950
Neðri deild: 25. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 88 í B-deild Alþingistíðinda. (287)

81. mál, ríkisábyrgð á útflutningsvörum bátaútvegsins o.fl.

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Herra forseti. Fjhn. hefur haft þetta mál til athugunar í nokkra daga og hefur gefið út sameiginlegt nál., þó að einstakir nm. séu með ýmiss konar till. Það má þó til sanns vegar færa, að rétt hafi verið að gefa út eitt sameiginlegt álit, því að allir nm. vilja fylgja áframhaldandi ábyrgð á fiskverðinu, en það er höfuðatriði þessa máls. Um ýmis smærri atriði og framkvæmdaratriði komu svo fram nokkrar sérstakar till., ýmist fluttar af einstökum nm. eða fleirum í senn. Þær einu till., sem allir nm. eru sammála um, eru þær tvær, sem birtar eru á þskj. 177, en fyrri brtt. er um það; að ábyrgðarverðið skuli ekki eingöngu fara eftir fisktegund, eins og tekið er fram í l., heldur sé einnig miðað við 7 punda pökkun, en það þýðir, að taka skuli tillit til aukakostnaðar af annars konar pökkun og sérstaklega þá eins punds pökkun, sem mun aukast mjög á yfirstandandi ári. Þetta er í sjálfu sér engin breyting, því að þessi hefur verið framkvæmd l. alveg frá því í fyrstunni, en okkur þótti viðfelldnara, fyrst þetta hefur verið eitt af höfuðatriðum verðákvörðunarinnar, að heimildin væri gefin í l. sjálfum. Önnur brtt. n. er um það, að breytt verði ábyrgðinni á saltfiskinum úr 2.48 í 2.52. Þetta er 4 aura hækkun. Við athugun kom það í ljós, að um ábyrgðarverð hraðfrysta fisksins er tekið tillit til kauphækkana, sem hafa orðið síðan síðustu l. um þetta voru gefin út. En í útreikningi á verði saltfisksins hefur ekki verið tekið tillit til annars, en hækkunar á hráefni. Við óskuðum því álits atvmrh. og fiskábyrgðarn. á öðrum liðum, sem þyrfti að taka tillit til, og varð niðurstaðan sú, að bæði kauphækkanir og hækkun á tryggingu og fleiru, mundu valda 61/4 eyris verðhækkun á saltfiskinum, en þar koma aftur til frádráttar 214 aurar, sem sparast á lækkuðu saltverði. Mismunurinn, 4 aurar, þarf því að koma fram í verðinn, og er þessi brtt. okkar miðuð við það að hækka þá tölu, sem í frv. er, upp í kr. 2.52.

Þetta er það, sem ég hef að segja fyrir hönd n. í heild sinni. En ég vil nota tækifærið til að minnast fáum orðum á þær brtt., sem ég á þátt í, ýmist einsamall eða með öðrum nm. — Ég skal þá fyrst geta um brtt., sem hæstv. fjmrh. ber fram, um að 30% af tollverði allrar innfluttrar vöru, þ.e.a.s. söluskatturinn í 14. gr., breytist í 25%. Fjmrh. lagði þessa till. fyrir n., en við óskuðum þess heldur, að hann flytti hana sjálfur, því að hér er í raun og veru ekki um breyt. að ræða, heldur leiðréttingu á frv. hæstv. ráðh. Ég og hv. 2. þm. Reykv. berum fram till. á þskj. 179, um að 12. gr. falli niður. En 12. gr. frv. er um það, að ef ekki verði gerðar neinar allsherjar ráðstafanir viðvíkjandi útgerðinni og í okkar dýrtíðarmálum fyrir 1. marz, skuli ábyrgðin gilda til 15. maí. Við leggjum hér til, að gr. falli niður, en það þýðir ekki, að við viljum, að ábyrgðin falli niður á miðri vertíð. Hv. 2. þm. Reykv. (EOI) mun flytja brtt. um það, að ríkisábyrgðin nái til alls ársins, en ég flyt þessa till. m.a. vegna þess, að ég er með annarri till., sem er um það, að III. kafli dýrtíðarl., þ.e.a.s. tekjuöflunin, gildi aðeins til 1. marz. Þykir mér þá rétt, að sjálf ábyrgðin gildi ekki til lengri tíma. Ég get lýst því yfir fyrir mína hönd og minna flokksmanna, að við munum á sinni tíð fylgja því, að ábyrgðin haldi áfram alla vertíðina, ef ekki er búið að gera aðra skipan á þessum málum fyrir þann tíma. En þar sem þarf hvort sem er frekari athugun á þessum málum einmitt kringum 1. marz, þá er eins gott að málið sé tekið upp í heild sinni og þá í sambandi við annað frv., III. kafla dýrtíðarl. Og þar sem ríkisstj. nú gerir ráð fyrir, að möguleikar muni vera á því, að heildarsamþykkt um þessi erfiðustu mál Alþ., dýrtíðarmálin og verðlagsmálin, geti orðið lokið fyrir 1. marz, þá virðist eðlilegt, að þessi ráðstöfun nái ekki lengra en til þess tíma. Í sambandi við þessa brtt. hef ég gert grein fyrir brtt. á þskj. 180, sem er frá mér einum. Hún er um það, að III. kafli dýrtíðarl. gildi ekki nema til 1. marz, í staðinn fyrir til ársloka 1950, eins og í frv. stendur. — 3. brtt., sem ég þarf að minnast á, er á þskj. 178 og er frá mér, hv. 2. þm. Reykv. (EOI) og hv. þm. V-Húnv. (SkG) og er um það, að 14. gr. falli niður, þ.e.a.s. hækkunin á söluskattinum. Það er hvort tveggja, að okkur hefur ekki litizt á þessa leið, a.m.k. ekki óbreytta, og fyrir mér leiðir þetta þar að auki af brtt., sem ég gat um síðast, að ábyrgðin og tekjuöflun vegna ábyrgðarinnar nál ekki lengra að sinni, en til 1. marz, því að sú tekjuöflun, sem m.a. er tekin í 14. gr., er miðuð við það, að framhald verði á ábyrgðinni eftir 1. marz.

Ég þarf ekki að hafa fleiri orð um þessar brtt. Hinir einstöku þm. munu gera grein fyrir öðrum brtt. sínum, sem mér virtist ekki, að skiptu allar svo mjög miklu máli, í sambandi við þetta mál. En n. leggur til í heild sinni, að ábyrgðin verði framlengd, og þó að menn hugsi sér hana framlengda mismunandi langan tíma, þá er þetta yfirlýsing frá öllum nm., fyrir sína hönd og sinna flokka sennilega, um það, að þeir framlengi ábyrgðina til vertíðarloka, ef ekki verður önnur ráðstöfun gerð fyrir 1. marz. — Læt ég svo máli mínu lokið.