04.05.1950
Neðri deild: 95. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 158 í C-deild Alþingistíðinda. (2885)

63. mál, fjárhagsráð

Frsm. minni hl. (Skúli Guðmundsson) :

Herra forseti. Hv. 8. landsk. (StJSt) sagði um meðferð þessa máls, að ekki væri hægt að taka afstöðu til þess fyrr en eitthvað heyrðist frá hæstv. ríkisstj. Hvað því líður, þá vil ég benda á það, að þetta frv. verður að fá afgreiðslu á þessu þingi. Fjárlögin munu taka langan tíma, en nú styttist óðum til þingloka, og vegna þess vil ég gera það að tillögu minni, að málið gangi nú til 3. umr., ef við þá umr. mætti vænta boðskapar ríkisstj. hæstv. Ég legg áherzlu á það, að málið gangi nú til 3. umr.