10.01.1950
Neðri deild: 25. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 100 í B-deild Alþingistíðinda. (294)

81. mál, ríkisábyrgð á útflutningsvörum bátaútvegsins o.fl.

Sigurður Ágústsson:

Herra forseti. Hv. 5. þm. Reykv. og ég erum sem meðlimir hv. fjhn. Nd. sammála um samþykkt þessa frv., að mestu eins og það liggur hér fyrir, en þó með þeim breyt., sem lagt er til á þskj. 177, að gerðar verði. Þó vildi ég gjarnan fallast á breyt. á 12. gr. eins og kom fram hjá hv. þm. V-Húnv. (SkG) áðan. Í sambandi við fjáröflun þá, sem í frv. ræðir til þess að standa straum af útgjöldunum, mun hæstv. fjmrh. tala hér á eftir. En ég verð þó að segja það, að það er dálítið óviðfelldið, þegar um er að ræða svo stóra útgjaldaliði sem hér, að þm. skuli ekki vilja heimíla ríkisstj. að gera ráðstafanir til þess að mæta þessum útgjöldum.

Það hefur mikið verið um þetta rætt, en þó aðallega af hv. 2. þm. Reykv. (EOl), en að svo stöddu mun ég ekki fara út í þær umr. frekar. En hins vegar vil ég leggja á það megináherzluna, að þessu máli verði flýtt svo sem auðið er, þar sem hver dagur, sem á sjó gefur og ekki er hægt að róa, vegna þess að ekki er búið að samþ. þetta frv., getur kostað þjóðina 1–3 millj. kr. í útflutningsverðmætum.