10.03.1950
Neðri deild: 62. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 248 í C-deild Alþingistíðinda. (3073)

122. mál, verkstjóranámskeið

Frsm. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Þegar þetta frv. var hér til umræðu síðast, var því heitið, að iðnn. skyldi athuga málið milli umræðna. Það hefur nú verið gert, og leyfir n. sér að flytja þrjár brtt. á þskj. 408. Þetta eru nánast orðalagsbreytingar, en ekki efnisbreytingar. 1. brtt. er umorðun á 1. gr. frv. 2. brtt. felur í sér að taka efni 8. gr. frv. og skeyta því inn í síðasta málslið 3. gr. Og 3. brtt. er afleiðing af þessu, að 8. gr. falli niður. — Ég legg til, að brtt. þessar verði samþ. Það þykir fara betur á að orða frv. þannig. Iðnn. hefur öll orðið sammála um þetta.