03.02.1950
Efri deild: 49. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 305 í C-deild Alþingistíðinda. (3172)

45. mál, fiskimálasjóður

Frsm. meiri hl. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Eins og hv. þm. muna, var umr. um þetta mál frestað í gær samkv. ósk hv. þm. Barð. (GJ), til þess að sjútvn. gæti athugað till. N. ræddi málið á fundi í morgun og varð sammála um að leita álits stjórnar fiskimálasjóðs, og eru líkur til, að stjórnin gefi svör bráðlega. N. hefur því orðið sammála um að óska eftir, að málinu verði frestað, þar til hún hefur fjallað um það að fengnum till. sjóðstjórnarinnar, en líkur eru til, að það verði mjög bráðlega.