21.04.1950
Efri deild: 92. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 359 í C-deild Alþingistíðinda. (3238)

60. mál, notendasímar í sveitum

Forseti (BSt):

Út af ummælum hv. þm. Barð. (GJ) vil ég taka fram, að ég held, að það yrði mjög lítið úr þingstörfum yfirleitt, ef bíða ætti með atkvgr. hvers máls eftir því, að hæstv. ráðh. þóknaðist að vera við og segja álit sitt um það. Og hvað þetta snertir, hefur fjmrh. haft nóg tækifæri til þess að vera viðstaddur. Hann fær dagskrá þingsins eins og aðrir, og þetta mál hefur verið oft á dagskrá. Hitt get ég gert, að fresta atkvgr. til næsta fundar.