10.01.1950
Neðri deild: 26. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 124 í B-deild Alþingistíðinda. (331)

81. mál, ríkisábyrgð á útflutningsvörum bátaútvegsins o.fl.

Áki Jakobsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að flytja hér brtt. við 13. gr., þar sem ákveðið er, að ef ekki verður sett löggjöf, er leysi vandamál bátaútvegsins, þá framlengist fiskábyrgðin eftir 15. maí, þó ekki lengur en til ársloka, þ.e.a.s., að í staðinn fyrir „15. maí“ komi: ársloka. — Ég byggi þetta á því, að mjög óeðlilegt er að samþykkja fiskábyrgð nema sú ábyrgð nái til alls ársins, því að fiskveiðar eru stundaðar á Íslandi á mjög misjöfnum tíma árs. T.d. er í endaðan maí vertið að byrja á Norðurlandi og stendur fram eftir vorinu. Enn fremur eru á Norður-, Vestur- og Austurlandi fiskveiðar stundaðar mjög á haustin, eftir síldarvertíð, og allt fram undir áramót, sérstaklega nú hin seinni ár, eftir að síldveiðin fór að bregðast svo mjög. Ég tel mjög mikilvægt, að fiskábyrgðin nái einnig til þessa fólks, svo að það geti þannig unnið fyrir sér í heimahögum sínum, þar sem ekki er um aðra atvinnu að ræða en við fiskinn.

Ég skal svo ekki hafa um þetta fleiri orð, en legg till. fram skriflega og vona, að hæstv. forseti leiti afbrigða fyrir henni.