21.04.1950
Efri deild: 91. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 505 í C-deild Alþingistíðinda. (3373)

87. mál, endurgreiðsla tolla af tilbúnum timburhúsum

Brynjólfur Bjarnason:

Herra forseti. Ég vildi leyfa mér að gera þá fyrirspurn til flm. brtt. á þskj. 474 og þeirra, sem fylgja henni, hvort hann mundi þá fylgja frv., ef þessar till. væru samþ. Ég geri ráð fyrir, að aðeins tvær fyrstu till. á þessu þskj., a- og b-liðir, komi til greina, vegna þess að c-liðurinn er svo óskylt mál, að það eru litlar líkur fyrir því, að hann nái samþykki, enda kom það fram í umr. En hvað snertir a- og b-liði, þá er ég þeim út af fyrir sig fylgjandi, en afstaða mín til þeirra hlýtur að fara eftir því, hvort samþykkt þessara till. verður til þess að greiða fyrir samþykkt frv. eða til að stofna því í hættu.