21.04.1950
Efri deild: 91. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 505 í C-deild Alþingistíðinda. (3375)

87. mál, endurgreiðsla tolla af tilbúnum timburhúsum

Jóhann Jósefsson:

Ég held að hv. 1. þm. N-M. væri réttast að beina fyrirspurnum um innheimtu og því um líkt til hæstv. fjmrh. Ég er ekki hér til þess nú að standa til andsvara fyrir fjmrn., en ég veit, að í mörgum tilfellum var tollur greiddur af bátunum, en hvað mikið er greitt, veit ég ekki, — ég ímynda mér, að hæstv. fjmrh. geti aflað þessara upplýsinga. Þegar ég fór úr fjármálaráðherrasæti, þá var þetta þannig, að sumt var óinnheimt, en sumt innheimt, en hvað mikið af því var innheimt og hvað mikið óinnheimt, hef ég ekki hér handbært, enda átti ég ekki von á því, að ég væri spurður um það hér í d. En þessar upplýsingar hlýtur hv. þm. að geta fengið, ef hann spyr rétta aðila.