27.04.1950
Efri deild: 94. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 507 í C-deild Alþingistíðinda. (3386)

87. mál, endurgreiðsla tolla af tilbúnum timburhúsum

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Öll þessi erindi hafa legið fyrir fjvn. undanfarin tvö Alþingi og fengið þá meðferð, að ekki er fært að taka eitt út úr. Þar sem nú hv. d. hefur með atkvgr. ákveðið að taka inn í frv. einn liðinn, þá álit ég rétt að taka þennan inn einnig. Mun ég, ef þetta verður samþ., leggja til við 3. umr., því að það er nægur tími þá, að fyrirsögn frv. verði breytt í: Frv. til l. um endurgreiðslu tolla og fleira. Ég segi já.

3. gr. (verður 5. gr.) samþ. með 9:2 atkv.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frv. vísað til 3. umr. með 10:5 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: HG, PZ, RÞ, StgrA, VH, BrB, EE, FRV, HV, BSt.

nei: JJós, KK, ÞÞ, BBen, GJ.

2 þm. (HermJ, LJóh) fjarstaddir.

2 þm. gerðu þannig grein fyrir atkv. sínu: