27.04.1950
Efri deild: 94. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 507 í C-deild Alþingistíðinda. (3387)

87. mál, endurgreiðsla tolla af tilbúnum timburhúsum

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Eins og frv. er nú orðið, kveður 1. gr. þess á um, að Alþingi skuli standa við orð sín. 2. gr. leysir hæstv. ríkisstjórn úr þeim vanda að hafa brotið lög og vanrækt skyldu sína, og 3. gr. er bara markleysa og vitleysa, þar sem bátarnir voru byggðir upp á akkorð. En í trausti þess, að þetta verði lagað við 3. umr., segi ég já.