10.02.1950
Efri deild: 52. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 510 í C-deild Alþingistíðinda. (3405)

111. mál, hafnargerðir og lendingarbætur

Flm. (Hermann Jónasson):

Herra forseti. Ég þarf ekki að hafa svo að segja neina framsögu fyrir þessu máli. Það er gerð grein fyrir frv. í grg., sem því fylgir, og þó að hún sé stutt; segir hún það, sem segja þarf í sambandi við þetta mál. Að öðru leyti er ég fús til þess að veita sjútvn., sem sennilega fær þetta mál til meðferðar, þær upplýsingar, sem hún telur sig þurfa, og veltur náttúrlega fyrst og fremst á því, hvort n. falla þær upplýsingar, sem ég kann að geta gefið, hvaða tillögur hún gerir um framgang þessa máls.

Læt ég svo máli mínu lokið og vænti, að málinu verði vísað til 2. umr. og sjútvn.