09.05.1950
Efri deild: 103. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 515 í C-deild Alþingistíðinda. (3422)

129. mál, kaup á ítökum

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti. Það kom fram við 2. umr. hjá hæstv. dómsmrh., að hann taldi upptalninguna á ítökum í 1. gr. ekki fullnægjandi. Ég fór þá að leita eftir, hvaða ítök vantaði, og fann tvö ítök, og er annað þeirra á einstaka stað á Vesturlandi og hitt á einstaka stað á Suðurlandi, og bætti þeim við upptalninguna, en ég þori ekki að fullyrða, að upptalningin sé tæmandi, og bætti því við: „og hvers konar annarra ítaka.“ Það má vera, að undir torfristu heyri ekki torfstunga, sem er á einstaka stað á landinu. Við ræddum þetta í morgun í landbn. 4 nm. og vorum sammála um að mæla með, að þetta yrði samþ. og sent Nd.