20.12.1949
Sameinað þing: 12. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 78 í D-deild Alþingistíðinda. (3510)

25. mál, uppbætur á laun opinberra starfsmanna

Jörundur Brynjólfsson:

Herra forseti. Ég hygg, að synjun þessarar till. sé eitthvað það óréttlátasta, sem hægt er að gera í þessu máli. Mér finnst það líka harla léttvæg rök, sem hv. þm. eru hér að færa sér til málsbóta fyrir því að greiða atkv. á móti þessari till., að ekki hafi verið unnt fyrir hæstv. forseta að bera brtt. á þskj. 120 upp í tvennu lagi, eða að minnsta kosti ekki seinni hlutann fyrr en aðaltill. hafi verið samþ. Ég er því ákveðinn í að styðja það fólkið, sem á við þrengstan kost að búa, og segi þess vegna já.