14.12.1949
Sameinað þing: 10. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 92 í D-deild Alþingistíðinda. (3545)

42. mál, farkennaralaun

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég verð því miður að hryggja hv. þm. N-Þ. (GG) með því að upplýsa, að n. hefur ekki enn tekið téða þáltill. fyrir, enda er hún svo vaxin, að þar á að fara að breyta l. með þáltill. Nú situr Alþingi að störfum, og tel ég það þinglegri meðferð, að hv. flm. bæru fram brtt. við launal. til þess að ná því, sem þeir ætla að ná með þáltill. Hins vegar skal þetta sjónarmið ekki hindra það, að n. taki till. til meðferðar á næsta fundi, en um endanlega afgreiðslu hjá n. vil ég engu lofa.