15.02.1950
Sameinað þing: 26. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 117 í D-deild Alþingistíðinda. (3591)

2. mál, heimilistæki

Páll Zóphóníasson:

Þótt eðlilegt væri, að Innkaupastofnunin hefði þessa verzlun með höndum, þá er sýnilegt, ef till. verður samþ., að hallinn á stofnuninni eykst enn meir. Ríkissjóður hefur nóg önnur gjöld, og ég segi því nei.

Tillgr., svo breytt, samþ. með 30 shlj. atkv.

Brtt. 108,2 (ný fyrirsögn) samþ. án atkvgr.

Till., svo breytt, samþ. með 29 shlj. atkv. og afgr. sem ályktun Alþingis, með fyrirsögninni: Þál. um innflutning og framleiðslu heimilistækja (A. 335).